1:24:00
	Og þetta er konan
sem ég nefndi við þig í símann.
1:24:05
	Komdu sæll.
1:24:07
	Ertu með áhöld með þér?
- Ekki spyrja neins.
1:24:09
	Fyrirgefðu. þú getur skoðað ungu
konuna inni í herberginu þarna.
1:24:15
	Hvers vegna á ég
að skoða konuna?
1:24:18
	Er það ekki nauðsynlegt
áður en þú gerir það?
1:24:21
	Áður en ég geri hvað?
1:24:23
	það sem þú ætlar að gera.
- Uss, Alfie.
1:24:25
	þetta er misskilningur.
1:24:26
	Ert þú ekki sá sem ég
talaði við á fimmtudaginn?
1:24:30
	Alfie, ekki segja neitt.
- Hafðu engar áhyggjur.
1:24:41
	Ég verð að ræða alvarlega
við ykkur bæði.
1:24:44
	Eruð þið gift?
- Við gift?!
1:24:47
	Lítur út fyrir það?
1:24:49
	Hún er gift
en ég er einhleypur.
1:24:53
	Ætlið þið að gifta ykkur
í náinni framtíð?
1:24:56
	Ég efast um það.
Hvað segir þú, Lily?
1:24:59
	En þú ert meintur faðir?
1:25:02
	Er hvað?
1:25:04
	Ég er ekkert. Ég er bara
að gera vini greiða.
1:25:07
	það er óvanalegt.
1:25:09
	Mjög óvanalegt.
1:25:10
	Ert þú sá sem ætlar
að hjálpa mér?
1:25:13
	Maðurinn hennar er á hæli.
Hún er kona sem hrasaði.
1:25:17
	Skilurðu mig?
- Ég er ekki viss.
1:25:20
	það gerist ekki aftur.
1:25:22
	Hún þarf hjálp
því hjónabandið er í hættu
1:25:26
	ef maðurinn kemur heim
einmitt núna.
1:25:28
	Hún á þrjú börn að auki.
1:25:30
	Hvernig ert þú tengdur þessu?
1:25:33
	Hún gat ekki farið neitt annað.
1:25:35
	þú sýnir mikla ósérplægni.
1:25:38
	Vonandi skiljið þið bæði
1:25:40
	hversu alvarlegt
þetta mál er.
1:25:43
	Að binda enda á þungun
eftir 28 daga er glæpur
1:25:47
	og varðar allt að
sjö ára fangelsi.
1:25:50
	Skiljið þið þetta bæði?
1:25:56
	Já.
1:25:58
	þar að auki er það glæpur
gagnvart ófæddu barninu.