The Fisher King
prev.
play.
mark.
next.

:58:02
Byrjar þegar kóngurinn var lítill
og varð að sofa einn...

:58:06
í skóginum til að sanna kjark
sinn svo hann gæti orðið kóngur.

:58:10
Meðan hann var einn um nóttina...
:58:13
birtist honum heilög vitrun.
:58:16
Í eldinum birtist bikarinn heilagi...
:58:20
tákn um guðdómlega náð Drottins.
:58:24
Rödd sagði við hann:
"Þú skalt geyma bikarinn...

:58:27
svo hann geti læknað
hjörtu mannanna."

:58:31
En drengurinn blindaðist
af stærri vitrunum um líf...

:58:34
þar sem voru mikil völd,
frægð og fegurð.

:58:38
Og í þessari róttæku furðu...
:58:41
fannst honum hann sem snöggvast
ekki vera drengur...

:58:45
heldur ósigrandi.
:58:47
Eins og guð.
:58:49
Hann teygði sig í eldinn
eftir bikarnum.

:58:52
Bikarinn hvarf...
:58:55
en hönd drengsins
skaðbrenndist í eldinum.

:59:00
Þegar drengurinn eltist...
:59:03
dypkuðu sár hans.
:59:06
Og dag nokkurn...
:59:08
hvarf honum tilgangurinn
með lífinu.

:59:12
Hann hafði ekki trú á neinum,
jafnvel ekki sjálfum sér.

:59:15
Hann gat ekki elskað...
:59:17
eða fundið fyrir elsku.
Hann var sjúkur af reynslunni.

:59:21
Hann byrjaði að deyja.
:59:24
Dag nokkurn kom fífl
inn í höllina...

:59:27
og kom að kónginum einum.
:59:30
Þetta fífl var einfeldningur.
Hann sá ekki kóng.

:59:34
Hann sá bara einmana mann...
:59:36
sem var kvalinn.
:59:38
Hann spurði kónginn:
"Hvað amar að þér, vinur?"

:59:42
Og kóngurinn svaraði:
:59:43
"Ég er þyrstur og þarf vatn
til að svala mér."

:59:50
Fíflið tók bikar sem var
hjá rúminu, fyllti hann af vatni...

:59:54
og rétti kónginum hann.
:59:56
Þegar kóngurinn tók að drekka...
:59:59
vissi hann að sár hans var gróið.

prev.
next.